Schwarzenegger mættur í Expendables 3

Arnold Schwarzenegger er mættur á tökustað Expendables 3 myndarinnar og gæti ekki verið ánægðari ef eitthvað er að marka nýja Instagram færslu hans þar sem hann sést með meðleikara sínum Harrison Ford og leikstjóranum Patrick Hughes:

„Þetta var frábær fyrsti tökudagur á Expendables 3. Frábært að vinna með Harrison og leikstjóranum, Patrick.“


Eins og sjá má á myndinni þá er Schwarzenegger með vindilinn á sínum stað í kjaftinum og allir þrír í fínu skapi, nýkomnir úr einkaflugvélinni.

Myndin verður frumsýnd 15. ágúst á næsta ári.