Schneider sem sölumaðurinn Sinbad

Káta krílið Rob Schneider framleiðir og leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Adventures Of Sinbad The Insurance Salesman, og mun líklega fá vin sinn og málgalla vikunnar Adam Sandler til þess að leika lítið hlutverk. Myndin fjallar um hvernig líf tryggingasölumanns nokkurs umturnast gjörsamlega þegar hann hittir konu sem hefur gríðarlega hvatningarhæfileika og hvetur hann til áður óþekktra dáða. Schneider mun hefjast handa við þessa mynd um leið og hann lýkur vinnu við myndina Harv The Barbarian, sem hann er nú að gera.