Verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum hefur frestað þó nokkrum væntanlegum kvikmyndum eins og nýju Matthew Vaughn myndinni Thor, nýju Oliver Stone myndinni Pinkville og Angels & Demons framhaldinu af Da Vinci Code. Síðan verkfallið hófst þann 5. nóvember hefur ekkert verið gert í málunum en á morgun þann 27. nóv munu fyrstu samningsviðræður hefjast milli handritshöfunda í Writers Guild og samningamanna í The Alliance of Motion Picture & Television Producers. Tímasetning og staðsetning fundanna er haldið leynt til þess að halda fjölmiðlum í burtu en það er ekki búist við mikilli velgengni á fyrsta fundinum. Vonandi mun verkfallið enda fyrr en seinna en það kemur í ljós á næstu dögum…

