Sagan mátti ekki vera gömul og þreytt

Leikstjóri teiknimyndarinnar Kung Fu Panda 4, sem komin er í bíó hér á landi, Mike Mitchell, segir að leitin að réttu sögunni til að segja af endurkomu Drekastríðsmannsins í myndinni hafi verið það allra mikilvægasta við verkefnið.

Mitchell var meðframleiðandi að Kung Fu Panda 3 en hefur nú sest sjálfur í leikstjórastólinn. Hann fékk það verkefni að tryggja að Po gæti snúið aftur. En sagan mátti ekki vera gömul og þreytt.

Í samtali við ComicBook.com segir leikstjórinn að þegar hann var að framleiða þriðju myndina hafi þau sagt: „Vá, við erum raunverulega að klára þetta.“ En núna, sem skýrir afhverju við vorum svo lengi að klára, þá vildum við ekki byrja fyrr en við vorum alveg viss um að sagan væri sú rétta. Það snýst allt um það. Við vildum ekki segja bara eitthvað. Það varð að vera saga þar sem Po þroskast, lærir … hann þarf að færast upp um þrep.““

Kung Fu Panda 4 (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 71%

Po er um það bil að verða andlegur leiðtogi í Friðardanum, en þá þarf einhver að taka við stöðu hans sem Drekastríðsmaður. Po þarf nú að þjálfa nýja kung fu iðkendur í starfið og mæta nýjum þorpara sem kallast Kameljónið en í honum búa allir óþokkar fortíðar. ...

Og Mitchell heldur áfram: „Ef þú manst, í fyrri myndinni, þá var hann kominn á toppinn. Honum tókst það. Hann er Drekastríðsmaðurinn. Það er það sem hann stefndi að. Hver gat ímyndað sér í mynd númer eitt að honum tækist það? Þannig að núna hugsuðum við: „Hvað ef við tækjum það allt í burtu? Hvernig myndi manni líða?“ Og innan þess fundum við frábær umfjöllunarefni, og mörg sem vógu mjög þungt, en sem okkur fannst vera mikilvæg fyrir tímana sem við lifum á í dag.“

Í Kung Fu Panda 4 er Po, leikinn af Jack Black, hækkaður í tign upp í að vera andlegur leiðtogi Friðardalsins af Meistara Shifu sem Dustin Hoffman leikur. Þó að hann sé allt annað en kátur með þessa nýju ábyrgð, þá þarf Po að þjálfa upp nýjan Drekastríðsmann. En þegar grimm seiðkona sem gengur undir nafninu Chameleon, og Viola Davis leikur, setur áætlunina úr skorðum, þarf Po hjálp. Til að sigra þennan öfluga óvin, og aðra sterka óvini sem kallaðir eru til úr andaheiminum, gengur Po til liðs við þjófótta refinn Zhen sem Awkwafina leikur.

Helstu leikarar:
Jack Black , Ke Huy Quan , Bryan Cranston , Awkwafina , Jackie Chan , Viola Davis , Ian McShane , Dustin Hoffman og James Hong.
Handrit:
Jonathan Aibel , Glenn Berger