Þau Helen Mirren og Forest Whitaker voru valin bestu leikararnir á verðlaunahátíð bandaríska kvikmyndaleikarasambandsins í Los Angeles í gærkvöldi. Mirren fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni The Queen og Whitaker fyrir hlutverk Idi Amins í myndinni The Last King of Scotland. Þau þykja einnig líkleg til að hljóta Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína.
Eddie Murphy og Jennifer Hudson fengu verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir myndina Dreamgirls og leikararnir í myndinni Little Miss Sunshine voru útnefndir besti leikhópurinn. Mirren fékk einnig verðlaun fyrir bestan leik í sjónvarpsmynd fyrir að túlka Elísabetu I Englandsdrottningu.
Heimildir fengnar af www.mbl.is

