SAG verkfall yfirvofandi ?

Fréttir berast hvaðanæva varðandi það að Screen Actors Guild í Bandaríkjunum séu að neita að staðfesta áframhaldandi tökudagsetningar fyrir myndir sem verður ekki búið að taka upp fyrir 30.júní 2008! Þetta myndi gera það að verkum að fresta þurfi mjög mörgum myndum.

Þetta hefur orðið til þess að sumir framleiðendur og leikstjórar eru orðnir stressaður og hafa ákveðið að hraða upp nokkrum verkum sínum. Hér er update yfir helstu verkefni sem á að sýna í sumar eða fljótlega eftir sumarið, og verkfallið gæti haft mikil áhrif á. Menn vona að annað verkfall sé ekki yfirvofandi, heldur að samningsstaðan verði önnur þegar líður á tímann. Menn eru almennt vongóðir yfir að samningar náist, það vill enginn annað verkfall eins og verkfall handritshöfunda sem lauk nú fyrir stuttu.