Nýjasta persóna breska gamanleikarans Sacha Baron Cohen er milljarðamæringur í verslunargeiranum. Myndin heitir Greed, eða Græðgi í lauslegri íslenskri þýðingu, og leikstjóri verður Michael Winterbottom.
Fátt meira er vitað um myndina að svo stöddu, nema að í myndinni verði gert grín að lífsstíl hinna ofurríku, sem moka peningum í skattaskjól og lifa endalausu lúxuslífi.
Winterbottom hefur áður gert stéttamun að viðfangsefni sínum. Árið 2015 leikstýrði hann myndinni The Emperor´s New Clothes, með gamanleikaranum og aðgerðasinnanum Russell Brand í aðalhlutverki, en þar var farið í saumana á vaxandi bili á milli þeirra ríku og fátæku í heiminum, þar sem spilltir bankamenn eru verðlaunaðir en venjulegar fjölskyldur borga brúsann, og þurfa að lifa meinlætalífi.