Aðdáendur bandaríska leikarans Kurt Russel geta nú séð hann í stóru hlutverki á hvíta tjaldinu í bílatryllinum Fast & Furioius 7, í hlutverki Hr. Engins sérstaks, eða Mr. Nobody.
Það er annars að frétta af Russell að hann hefur nú samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, munstrað sig um borð í myndina Deepwater Horizon, en þar er á ferðinni mynd byggð á sannsögulegum hamförum sem áttu sér stað á Mexíkóflóa árið 2010.
Leikstjóri er Peter Berg. Maze Runner leikarinn Dylan O’Brien er einnig líklegur til að slást í hópinn.
Myndin, sem einnig verður með leikarana Mark Wahlberg og Gina Rodriguez innanborðs, fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíufyrirtækisins á Mexíkóflóa, og það sem gerðist á síðustu 48 tímunum áður en sprenging varð um borð með þeim afleiðingum að 11 manns létu lífið og 16 slösuðust, auk þess sem mikið umhverfisslys varð þegar olía fór í flóann.
Myndin mun segja sögur af hetjuskap í kringum atvikið, hluti sem ekki var fjallað um opinberlega á sínum tíma, en komu fram í rannsókn á atburðunum eftir á, og birtust í grein dagblaðsins New York Times undir heitinu Deepwater Horizon’s Final Hour.
Ekki er vitað hvaða hlutverk er ætlað Russell, en The Wrap segir frá því að O´Brien eigi í viðræðum um að leika Caleb Holloway, þann yngsta af þeim sem lifðu hamfarirnar af.
Næsta mynd Russell verður The Hateful Eight eftir Quentin Tarantino, og O’Brien sést næst í framhaldsmyndinni af Maze Runner, Scorch Trials, sem kemur í bíó 18. september nk.