Ruslabíllinn er stríðsvagn – fyrsta mynd úr TMNT 2

Aðdáendur Ninja skjaldbakanna í Teenage Mutant Ninja Turtles ættu nú að kætast, því Michael Bay, framleiðandi myndarinnar, hefur birt fyrstu myndirnar úr Teenage Mutant Ninja Turtles 2, en tökur á henni eiga að hefjast í New York innan skamms.

bíll 2

Bay setti tilkynningu inn á Twitter með hlekk yfir á sína eigin heimasíðu þar sem hann birtir þrjár myndir af farartækjum sem skjaldbökurnar munu nota í myndinni, en þetta eru fyrstu ljósmyndirnar sem sjást úr myndinni:


Ruslabíllinn á myndinni er að sjálfsögðu stríðsvagn skjaldbakanna, sem sást fyrst í lok fyrri myndarinar. Nafnið sem sést á bílnum, Tartaruga Brothers, vísar til skjaldbakanna, en tartaruga þýðir einmitt skjaldbaka á ítölsku.

bíll

Sportbíllinn er af Polaris gerð, þriggja hjóla bíll sem nú þegar er bannaður í Texas, þar sem hann er hvorki samþykktur sem bíll né mótorhjól.

Myndin kemur í bíó 3. júní, 2016. Helstu leikarar snúa aftur, eða þau Megan Fox, William Fichtner, og allir fjórir leikararnir í skjaldbökubúningunum.

Að auki leikur Stephen Amell hinn sjálfskipaða hokkí-grímuklædda lögreglumann Casey Jones, og Tyler Perry leikur hinn illa vísindamann Bazter Stockman.