Veftímaritið Movies Online hefur eftir hrollvekjuleikstjóranum og leikaranum Eli Roth, að hann sé að vinna að mynd í fullri lengd sem byggð verður á gervi trailer úr Grindhouse myndunum, Thanksgiving, en eins og við höfum sagt frá hér á síðunni þá er væntanleg í bíó mynd í fullri lengd núna í september, Machete, sem byggð er á svona trailer úr Grindhouse. Þeirri mynd er leikstýrt af Robert Rodriguez.
„Ég hef verið að vinna að handritinu með félaga mínum Jeff Rendell, sem leikur pílagríminn í trailernum […] ég sagði við jeff að hann yrði að halda áfram með handritið á meðan ég væri að kynna The Last Exorcism [nýjasta Roth myndin sem væntanleg er nú í haust] og um leið og ég er búinn að því um miðjan september, þá ætlar hann að fljúga til Kaliforníu og við ætlum að setjast niður saman og massa þetta.“
Svo mörg voru þau orð. En skoðið gervi trailerinn úr Grindhouse hér að neðan.