Ron Burgundy og félagar í nýrri Anchorman stiklu / kitlu …

Mikil eftirvænting ríkir fyrir nýju Anchorman myndinni, Anchorman: The Legend Continues, sem væntanleg er í bíó um næstu jól.
Á dögunum var birt kitla fyrir myndina, en nú er komin út stikla, sem er þó eiginlega frekar eins og kitla…, því það eru í raun engin atriði úr myndinni sjálfri í myndbútnum:

Þó svo að engin atriði úr myndinni séu þarna þá höfum við þegar fengið að sjá svipmyndir úr því sem koma skal, á ljósmyndum sem teknar hafa verið á tökustað. Þar hefur meðal annars mátt sjá Jim Carrey kominn á tökustað, Will Ferrell í hlutverki fréttaþularins Ron Burgundy í slag við hákarl, og margt fleira.
Væntanlega er von á innihaldríkari stiklum á næstunni, enda þónokkuð ennþá í frumsýningu.

anchorman