Nýtt plakat er komið fyrir nýjustu mynd Barkar Gunnarssonar, Þetta reddast, en myndin verður frumsýnd þann 1. mars nk.
Myndin fjallar um ungan blaðamann sem er kominn á síðasta séns, bæði í vinnunni og í sambandinu, vegna óhóflegrar drykkju sinnar.
Hann ákveður að reyna að bjarga sambandinu sínu með því að bjóða kærustunni á Hótel Búðir þar sem friður og ró svæðisins muni leggjast yfir dömuna og hann geti dekrað við hana. En það vill svo óheppilega til að honum eru settir úrslitakostir af ritstjóra sínum um sömu helgi; hann verður að fara upp á Búrfellsvirkjun og gera úttekt á svæðinu. Hann ákveður þá að slá tvær flugur í einu höggi og bjóða kærustunni í rómantíska vinnuferð upp á Búrfellsvirkjun. En háspennusvæðið við virkjunina er kannski ekki best til þess fallið að bjarga sambandinu…
Sjáðu nýja plakatið hér að neðan:
Leikarinn á plakatinu er Björn Thors, eins og flestir ættu að sjá, og er hann greinilega í hlutverki blaðamannsins óheppna.
Aðrir leikarar eru m.a. Jón Páll Eyjólfsson, Guðrún Bjarnadóttir, Halldór Gylfason, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Ingvar E. Sigurðsson.