Í frétt hér um daginn sögðum við frá því að Rollerball endurgerðin sem John McTiernan ( Die Hard ) væri að gera af Rollerball klassíkinni hefði þótt mjög léleg á prufusýningum og einnig þótti leikstjóra fyrri myndarinnar, Norman Jewison, hún hræðileg. Nú virðist þetta hafa verið staðfest því MGM kvikmyndaverið hefur frestað myndinni frá upphaflegum sýningartíma sem var 17 ágúst, fram til einhvers ótilgreinds tíma snemma ársins 2002. Talsmaður MGM, Bob Levin, sagði aðspurður að ekkert væri til í þessum sögusögnum en ljóst er að framtíð þessarar myndar hangir í lausu lofti sem stendur.

