Roger Ebert, kvikmyndagagnrýnandi og Pulitzer verðlaunahafi er látinn 70 ára að aldri. Andlát hans var tilkynnt nú rétt áðan á vef dagblaðsins Chicago Sun-Times en Ebert skrifaði gagnrýni fyrir það blað. Þekktastur er hann þó fyrir samstarf sitt með Gene Siskel hjá Chicago Tribune þar sem þeir héldu um árabil úti kvikmyndagagnrýni í sjónvarpi.
Ebert varð fyrsti kvikmyndagagnrýnandinn til að vinna Pulitzer verðlaun í Bandaríkjunum.
Hann var frægur fyrir sína thumbs-up og thumbs- down kvikmyndagagnrýni.
Banamein hans var krabbamein og hliðarverkanir þess.
Ebert fékk skjaldkirtilskrabbamein árið 2002 og hefur barist við það síðan þá. Nú síðustu ár talaði hann með hjálp talvélar. Síðasti sjónvarpsþáttur sem bar nafn hans var Roger Ebert Presents at the Movies, en þar kom hann stuttlega fram í mynd með gervi höku, en aðrir sáu um að flytja gagnrýni í þættinum.
Hann kom fram í spjallþætti Oprah Winfrey árið 2010 og talaði þá með hjálp talvélar sem gat líkt eftir raunverulegri rödd hans.
Hann hélt áfram að vera í sviðsljósinu og skrifa á vinsæla vefsíðu sína og tísti á twitter, þrátt fyrir veikindin.
Hann skilur eftir sig eiginkonu, stjúpdóttur og tvö stjúp-barnabörn.
Smellið hér til að lesa meira um Ebert á vef Variety kvikmyndaritsins og hér til að lesa minningarorð um Ebert á vef USA Today.