Glímutröllið Dwayne Johnson , mun betur þekktur sem The Rock ™, mun að öllum líkindum fara með aðalhlutverkið í kvikmynd gerðri eftir eldgamla tölvuleiknum Spy Hunter. Ef af henni yrði, myndi það vera næsta mynd hans á eftir Helldorado, en tökum á henni lýkur einhverntímann í haust. Í Spy Hunter var maður njósnari á gríðarlega öflugum bíl að elta uppi glæpóna. Hljómar eins og hentugur söguþráður fyrir tröllið, þar sem hann þarf þá ekki að tala mjög mikið. Universal framleiðir myndina ef af henni verður.

