Robert Downey Jr. snýr aftur sem skúrkur

Stórleikarinn Robert Downey Jr. snýr aftur til MCU (e. Marvel Cinematic Universe) myndaflokksins, nema nú í hlutverki gríðarlega vinsæla skúrksins Victor von Doom, eða Doctor Doom, í komandi Avengers-mynd. Þetta var tilkynnt á San Diego Comic Con hátíðinni við mikil fagnaðarlæti en er öruggt að fullyrða að þessar fregnir hafa valdið skiptum skoðunum hjá aðdáendum Marvel-seríunnar.

Downey Jr. er auðvitað þekktastur fyrir að hafa leikið Járnmanninn Tony Stark, sem skotið hefur upp kollinum í hátt í tíu kvikmyndum í hlutverkinu. Doctor Doom í túlkun hans mun bregða fyrst fyrir í Avengers: Doomsday (sem er áætluð 2026), en hún verður framleidd á sama tíma og framhald hennar, Avengers: Secret Wars (2027).

Tilkynnt var einnig á Comic Con að Russo-bræðurnir snúa aftur sem leikstjórar myndanna, en áður hafa þeir setið við stjórnvölinn á fjórum MCU-myndum og á meðal þeirra eru síðustu tvær Avengers-myndir (Infinity War og Endgame). Þykir nokkuð ljóst að Downey Jr. verði helsti andstæðingur þeirra Doomsday og Secret Wars.