Stórleikarinn Robert De Niro var í viðtali á dögunum þar sem hann talaði um nýja heimildarmynd sem verður sýnd á HBO sjónvarpstöðinni í næsta mánuði. Myndin ber heitið Remembering the Artist: Robert De Niro, Sr. og fjallar hún, eins og nafnið gefur að kynna, um líf föður hans.
Það mætti segja að þegar De Niro fæddist árið 1943, þann 17. ágúst, hafi hann fæðst í listafjölskyldu. Faðir hans, Robert De Niro Sr., var málari, myndhöggvari og ljóðskáld. Hann dó árið 1993. Móðir hans, Virgina Admiral, var málari. Hún lést árið 2000.
Foreldrar De Niro skyldu þegar hann var aðeins þriggja ára og segir De Niro frá því að hann hafi áttað sig á því frá unga aldri að faðir hans hafi verið samkynhneigður, en ekki vitað hversu erfitt hann ætti með það. „Hann var bara af allt annarri kynslóð, auk þess sem hann ólst upp í litlum smábæ,“ sagði De Niro við Out Magazine. De Niro sagði einnig frá stirðu sambandi við móður sína. „Ég vildi að við hefðum talað meira um þetta, en móðir mín vildi aldrei tala um neitt svona lagað,“.
De Niro telur sig vera skyldugan að gera heimildarmynd um föður sinn. „Það er á minni ábyrgð að gera heimildarmynd um hann, fyrir mér var hann alltaf mikill listamaður,“ sagði De Niro að lokum.
Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildarmyndinni.