Það er James Franco sem fer með aðalhlutverkið í hinni væntanlegu The Rise of the Planet of the Apes. Eins og nafnið gefur til kynna mun myndin sýna okkur hvernig í ósköpunum heimurinn varð eins og við sáum hann í endurgerðinni The Planet of the Apes frá árinu 2001.
Franco fer með hlutverk vísindamanns sem uppgötvar leið til að snarhækka heilavirkni í öpum. Í fyrstu er þessi gríðarlega framför í vísindunum merki um bjartari framtíð, en brátt fara aparnir að verða heldur ósáttir með að vera tilraunadýr. Upphefst þá stríð sem mun breyta heiminum að eilífu.
Aðrir leikarar í myndinni eru þau John Lithgow, Freida Pinto, Brian Cox og Andy Serkis í hlutverki Caesar, fyrsta apans sem hlýtur ofurgáfu. Stikluna má sjá hér fyrir neðan.