Risavélmenni del Toro aftur á kreik

Framleiðslufyrirtækið Legendary tilkynnti nú fyrr í vikunni að von væri á nýrri Pacific Rim mynd í bíó, Pacific Rim 2, frá leikstjóranum Guillermo del Toro.  Nýja myndin verður frumsýnd 7. apríl 2017.

pacific-rim-sequel

Þetta eru góðar fréttir fyrir aðdáendur del Toro, enda var fyrsta myndin mögnuð frá upphafi til enda.

Í Pacific Rim takast risavélmenni á við risavaxin geimskrímsli.

Del Toro segir í yfirlýsingu á myndbandinu hér fyrir neðan að aðdáendur Pacific Rim fái góðan skammt af fjöri í gegnum teiknimyndasögur og teiknimyndaseríu um Jaeger risavélmennin og ævintýri þeirra á næstu árum, og svo geti menn byrjað að láta sér hlakka til framhaldsmyndarinnar árið 2017.

Hann segir einnig í myndbandinu að handritshöfundurinn Travis Beacham taki þátt í verkefninu með sér.

Ekkert er vitað enn um ráðningar í hlutverk, enda er nægur tími er til stefnu ennþá. Eins og leikstjórinn segir í myndbandinu þá er nóg að gera hjá honum þessa dagana við að klippa hrollvekjuna Crimson Peak sem kemur í bíó 15. október á næsta ári.