Risaeðlurnar í Jurassic Park breyttu öllu

Fyrsta myndin um Júragarðinn var frumsýnd árið 1993 og var leikstýrð af Steven Spielberg.

Jurassic Park er byggð á samnefndri bók eftir Michael Crichton frá árinu 1990. Myndin fjallar um eyju þar sem tekist hefur að endurskapa risaeðlur með nútímatækni. Júragarðurinn var langvinsælust kvikmynda á Íslandi árið 1993 og sáu um 78.000 manns myndina.

jurassic-park-image-4

Óskarsakademían gerði litla heimildarmynd á dögunum um gerð myndarinnar og þá helst hvernig risaeðlurnar voru gerðar, en brellurnar voru tækniundur síns tíma og ný bylting tæknibrellna í Hollywood hófst í kjölfarið.

Þegar allt kemur til alls þá voru risaeðlurnar í myndinni aðeins á skjánum í allt að 15 mínútur, en þessar mínútur breyttu því hvernig við horfum á kvikmyndir í dag.

Í dag eru tæknibrellur stór hluti af bíómyndum, annað mál er hvort þær heppnist eins og ætlast er til. Tæknilega séð var Jurassic Park langt á undan sinni samtíð, þó svo kvikmyndaheimurinn hafi verið fljótur til að gera alla þessa tölvutækni einfalda.

Hér að neðan má sjá þessa litlu heimildarmynd sem kallast Moments That Changed The Movies: Jurassic Park.

Stikk: