Reykjavík Shorts & Docs byrjar í næstu viku

Heimilda- og stuttmyndahátíðin Reykjavik shorts & docs verður haldin í níunda sinn dagana 27. 31. janúar nk. í Bíó Paradís. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Facebook síðu hennar.

Á meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni er stuttmyndin Yes yes eftir Maríu Reyndal byggð er á viðtölum við tælenskar konur sem búa á Íslandi og lýsir hvernig þær eru algjörlega háðar mönnunum sem þær flytjast til en jafnframt hvernig þær ná að sigrast á erfiðleikunum sem þær lenda í, eins og segir á facebook síðu hátíðarinnar.

Þá verður stuttmyndin Ég elska þig eftir Sævar Sigurgeirsson sýnd á hátíðinni, og einnig stuttmyndin Kötturinn Njáll, en söguþráður þeirrar myndar er á þessa leið: „Ungur maður man ekki hvað gerðist kvöldið áður. Hann endurheimtir minnið næstu daga og hittir á sama tíma unga stúlku, sem á eftir að flækja líf hans meira en hann gæti nokkurn tímann ímyndað sér.“

Þá má nefna Pleisið eftir Jakob Halldórsson, Veran eftir Snorra Fairweather, Heart to heart eftir Veru Sölvadóttir og Svefnrof eftir Ragnar Snorrason: „Sváfnir er næturvörður í verslunarmiðstöð. Kvöld eitt finnur hann afskorið höfuð í ruslatunnu og á meðan hann reynir að átta sig á aðstæðum, minnist hann hörmulegs slyss við hringhurðina. Sváfnir hefur leit að svörum með hjálp draumastúlku sinnar en finnur í leiðinni hugsanlegan eiganda… höfuðsins.“

Ennfremur verða sýndar myndirnar Skáksaga eftir Ingvar Stefánsson, en með aðalhlutverk fara Ingvar E Sigurðsson & Thorsteinn Bachmann. Sögurþáður þeirrar myndar er svona: „Tveir virðulegir menn setjast niður til að tefla hraðskák. Skákeinvígið breytist í blóðugan bardaga en ekki er allt sem sýnist.“

Þá verður myndin Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson sýnd á hátíðinni.

Fylgist annars með á Facebook síðu hátíðarinnar. Kvikmyndir.is mun einnig hafa auga með hátíðinni.

Reykjavík Shorts & Docs byrjar í næstu viku

Heimilda- og stuttmyndahátíðin Reykjavik shorts & docs verður haldin í níunda sinn dagana 27. 31. janúar nk. í Bíó Paradís. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Facebook síðu hennar.

Á meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni er stuttmyndin Yes yes eftir Maríu Reyndal byggð er á viðtölum við tælenskar konur sem búa á Íslandi og lýsir hvernig þær eru algjörlega háðar mönnunum sem þær flytjast til en jafnframt hvernig þær ná að sigrast á erfiðleikunum sem þær lenda í, eins og segir á facebook síðu hátíðarinnar.

Þá verður stuttmyndin Ég elska þig eftir Sævar Sigurgeirsson sýnd á hátíðinni, og einnig stuttmyndin Kötturinn Njáll, en söguþráður þeirrar myndar er á þessa leið: „Ungur maður man ekki hvað gerðist kvöldið áður. Hann endurheimtir minnið næstu daga og hittir á sama tíma unga stúlku, sem á eftir að flækja líf hans meira en hann gæti nokkurn tímann ímyndað sér.“

Þá má nefna Pleisið eftir Jakob Halldórsson, Veran eftir Snorra Fairweather, Heart to heart eftir Veru Sölvadóttir og Svefnrof eftir Ragnar Snorrason: „Sváfnir er næturvörður í verslunarmiðstöð. Kvöld eitt finnur hann afskorið höfuð í ruslatunnu og á meðan hann reynir að átta sig á aðstæðum, minnist hann hörmulegs slyss við hringhurðina. Sváfnir hefur leit að svörum með hjálp draumastúlku sinnar en finnur í leiðinni hugsanlegan eiganda… höfuðsins.“

Ennfremur verða sýndar myndirnar Skáksaga eftir Ingvar Stefánsson, en með aðalhlutverk fara Ingvar E Sigurðsson & Thorsteinn Bachmann. Sögurþáður þeirrar myndar er svona: „Tveir virðulegir menn setjast niður til að tefla hraðskák. Skákeinvígið breytist í blóðugan bardaga en ekki er allt sem sýnist.“

Þá verður myndin Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson sýnd á hátíðinni.

Fylgist annars með á Facebook síðu hátíðarinnar. Kvikmyndir.is mun einnig hafa auga með hátíðinni.