Pixar hefur gefið út nýtt plakat fyrir næstu mynd sína, en hún ber nafnið Brave og verður ein af sumarmyndum þessa árs, en áætlað er að myndin komi í íslensk kvikmyndahús í ágúst.
Myndin fjallar um óþólinmóðu prinsessuna Meridu, sem er dóttir Fergusar konungs og Elinor drottningar. Hún er ekki allskostar hrifin af venjum samfélags síns og setur allt í uppnám er hún neitar að taka þátt í aldagamalli hefð og ákveður að finna lífi sínu eigin leið. Brave má kalla fyrsta ævintýrið í hefðbundnum skilningi frá Pixar, en myndin gerist á 10. öld í Skotlandi, og er sögð verða aðeins fullorðinslegri í tón en fyrri myndir fyrirtækisins. Þá er þetta fyrsta mynd Pixar þar sem aðalpersónan verður kvenkyns.
Plakatið má sjá hér fyrir neðan.
Kelly MacDonald, Emma Thompson, Billy Connolly, Julie Walters, Kevin McKidd, Craig Ferguson og Robbie Coltrane talsetja myndina.