Ragnar Bragason fór heldur betur ánægður af Edduverðlaunahátíðinni
síðasta sunnudaginn, en eins og flestir vita fengu Foreldrar fjölmörg verðlaun.
Eins og venjan er eftir verðlaunahátíðir var slett úr klaufunum þá um kvöldið
og gekk skemmtanalífið víst áfram framundir morgun. Það endaði þó ekki betur en
að Ragnar saknar nú tveggja Edduverðlaunagripa í safnið sitt.
Ragnar ber við því að gripirnir hafi verið of þungir og að hann
hafi ekki séð sér fært um að bera þá allt kvöldið. Hann skildi því við
stytturnar sínar á borði í miðju samkvæmi en þegar hann sneri til baka voru tvær
þeirra horfnar. Ragnar er þó vongóður um að stytturnar finnist von bráðar og
lítur ekki í alla króki og kima þessa dagana í leit að verðlaunagripunum.

