Rætt um kvikmyndir.is á Vísi.is

Rætt er við þá Sindra Bergmann og Þórodd Bjarnason, rekstraraðila heimasíðunnar Kvikmyndir.is á vísi.is í dag. Umræðan er helst um gagnagrunn okkar yfir íslenskar bíómyndir – en hann er hægt að nálgast með því að klikka á Bíómyndir hér vinstra megin í valmyndinni og síðan á Íslenskar myndir.

Þeir segja m.a. að gott sé fyrir áhugamenn um íslenska kvikmyndagerð að vita af þessum gagnagrunni, þar sem allt er hægt að finna á einum stað. Svona gagnagrunnur leiðir til þess að ítarlegri og aðgengilegri upplýsingar séu til staðar, en stofnanir í gegnum tíðina hafa verið að búa til samskonar gagnagrunna í gegnum tíðina en það er oft margra ára ferli sem eru nú annaðhvort fullkláraðir eða óaðgengilegir almenningi.

Umsjónarmaður íslenskra bíómynda á Kvikmyndir.is er Eysteinn Guðni Guðnason.

Greinina á vísi.is er hægt að lesa hér.