Leikkonurnar Rachel McAdams (Midnight in Paris, The Notebook) og Kelly Reilly (Black Box, Flight) hafa verið staðfestar í ein af aðalhlutverkunum í nýrri seríu af spennuþáttunum True Detective og munu þær leika á móti Vince Vaughn og Colin Farrell, sem voru staðfestir í lok september.
Framleiðandinn og handritshöfundurinn Nic Pizzolatto sagði frá því í útvarpsviðtali á dögunum að það yrðu þrjár aðalpersónur í annarri þáttaröð. McAdams leysir þriðja aðalhlutverkið af hólmi og mun leika Ani Bezzerides, sem rannsakar dularfullt mál ásamt persónunum Ray Velcero (Farrell) og Frank Semyon (Vaughn). Kelly Reilly mun leika konu Frank Semyon.
Fyrsta þáttaröðin fékk einróma lof gagnrýnenda og skartaði þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. Þáttaröðin gerðist í Lousiana, en að þessu sinni mun hún gerast í Kaliforníu.
2,3 milljónir manna sáu fyrsta þáttinn sem þýðir að um er að ræða bestu frumsýningu sjónvarpsþáttar á sjónvarpsstöðinni HBO síðan fyrsti þáttur Boardwalk Empire laðaði 4,8 milljón áhorfendur að viðtækjunum árið 2010.