Kenny Baker, leikarinn sem klifraði inní dollu sem ber nafnið R2D2 í öllum 6 Star Wars myndunum hefur verið lagður inná sjúkrahús vegna sýkingar í brjósti. Þetta er víst slæm sýking en hann mun þó ná sér að fullu og eru læknar og ættingjar leikarans vongóðir um bata.
Hann er 73 ára gamall og var á ráðstefnu til þess að hitta æsta Star Wars aðdáaendur, en veiktist skyndilega og var keyrður uppá sjúkrahús. Hann er með krónískan astma en það kemur ekki í veg fyrir að hann komist á allar þessar ráðstefnur, að sögn sonar hans sem er oft í för með honum.
Búist er við því að hann losni af sjúkrahúsinu núna á næstu dögum.

