Prúðuleikararnir fyrir fullorðna

Seint mun einhver sannfæra mig um að manneskja geti verið of gömul fyrir Prúðuleikarana, en hins vegar má svo sannarlega kalla væntanlegu kvikmynd þeirra Brian Henson og Todd Berger, The Happytime Murders, Prúðuleikara fyrir fullorðna.

Brian Henson, sem er sonur Jim Henson og jafnframt skapara Prúðuleikaranna, leikstýrir handriti Todd Berger sem býr til heim þar sem manneskjur og brúður lifa saman í sátt og samlyndi. Reyndar er hægt að deila um samlyndi tegundanna þar sem brúður eru taldar annars flokks borgarar.
Miðdepill myndarinnar er brúðu-einkaspæjarinn Phil Phillips sem hefur verið að elta uppi morðingja bróður síns. Bráðum fer fórnarlömbunum að fjölga þar sem morðinginn snýr sér að fyrrum leikaraliði þáttarins The Happytime Gang. Fordómar og ádeilur fara þó fljótt að kræla á sér og finnur Phil sig fljótt sem hinn grunaði.

Uppsettningin er nógu góð, en svona safaríkt verkefni getur auðveldlega kolfallið í sundur, þess vegna hafa þeir Berger og Henson ekkert sparað gullmolana sem bíða vonandi eftir bíógestum. Til að byrja með þá eru aðstandendur myndarinnar að ýta á eftir R-stimplinum þar sem myndin á víst að innihalda „blótsyrði, kynlíf, ofbeldi og morð“. Síðan er Creatue Verkstæðið fræga að hanna allar brúðurnar, en þar sem Disney á höfundarréttinn að sjálfum Prúðuleikurunum verða þeir ekki viðstaddir. Að lokum miðar verkefnið á jafn háar stikur og Heat og The Dark Knight, en handritshöfundurinn nefnir að ásamt því að vonast eftir slíkum viðtökum á myndinni vilja þeir félagar ekki að grínið verði ráðandi: „Þessi ráðgáta þarf að vera nógu áhugaverð þannig að jafnvel ef allt grínið hyrfi, væri hún ennþá þess virði að sjá.

Myndin er enn á grunnstigi, en í ár nær framleiðsla á henni vonandi hámarki; hvernig sem fer þá eru enn eitt til tvö ár í hana, til eða frá.

Stikk: