Prúðuleikararnir … aftur! – ný mynd og spjall við Kermit

Nýja Prúðuleikaramyndin, framhald myndarinnar Muppets frá því 2011, sem heitir því frumlega nafni The Muppets…Again! eða Prúðuleikararnir … Aftur! kemur í bíó í mars á næsta ári, en tökur eru hafnar í London.

Tímaritið Entertainment Weekly birtir í dag fyrstu myndina úr myndinni, ásamt því að birta stutt samtal við froskinn Kermit, sem er að sjálfsögðu ein aðalstjarna myndarinnar ásamt þeim Ungfrú Svínku, Fossa Birni og fleiri góðum.

 

Í nýju myndinni eru Prúðuleikararnir á ferð um Evrópu en kynnast harðsvíruðum glæpamanni að nafni Constantine, sem vill stela risastórum demanti, en reynist vera tvífari Kermits.

Í aðal mannlegu hlutverkunum í myndinni eru Ricky Gervais, sem leikur aðstoðarmann Constantine, Tina Fey, sem leikur rússneskan fangavörð, og Ty Burrell sem leikur lögreglumann úr alþjóðalögreglunni Interpol.

Hér er að neðan er gripið niður í samtal Entertainment Weekly við Kermit:

EW: Velgengni The Muppets kom ykkur í Prúðuleikurunum aftur í sviðsljósið í fyrsta skipti í mörg ár. Hvernig fögnuðuð þið því?

Kermit: Sko, við vorum ekki búin að gera kvikmynd í mjög langan tíma, þannig að bara það að fá að sjá liðið aftur var tilefni til að halda hátíð. Af því að, þú veist, þegar við erum ekki að vinna, þá erum við að gera hitt og þetta hvert í sínu horni. Við búum ekkert í einhverju stóru húsi eða þannig. Ég er í raun mjög lítið í Hollywood. Ég fer aftur á fenjasvæðin. Svínka kemur sjaldnast með mér þangað – hún stingur yfirleitt af með greiðslukortin mín og þá sé ég hana ekki svo mánuðum skiptir. Það er mjög skrýtið.

Smellið hér til að lesa allt viðtalið við Kermi í Entertainment Weekly.

EW: Nú eruið þið með frábæra mannlega leikara með ykkur aftur. 

Kermit: Ricky Gervais er eiginlega eins og einn af okkur, ef þú pælir í því. Hann passar mjög vel inn. Hann er um það bil jafn stór og við. Í rauninni er ég hræddur um að þegar tökum verður lokið, þá verði erfitt að losna við hann. Hann er alltaf að elta mig inn á hótel í London, það er mjög skrýtið, en við erum mjög spennt að hafa hann með.