Poppkúltúr Kananna fær það óþvegið

Fyrsta blóðuga stiklan fyrir nýjustu kvikmynd Bobcat Goldthwaits um hefnd meðalmannsins gegn hinu versta úr sjónvarps- og poppmenningu bandaríkjamanna, God Bless America, hefur litið dagsins ljós.

ATH! Stiklan er bönnuð fólki yngra en 16 ára

Myndin fjallar um dauðvona meðalmanninn Frank sem hefur fengið nóg af heimskunni og athyglissýkinni sem dægusjónvarp og poppmenning Bandaríkjanna er þekkt fyrir. Það sem fylgir í kjölfarið er Frank að upplifa ofbeldisfullu fantasíur allra meðalmanna sem eru jafn þreyttir á svona efni/fólki eins og hann.

Síðasta kvikmynd Bobcats, World’s Greatest Dad, er talin vanmetin gamanmynd og hefur God Bless America fengið gott lof frá þeim gagnrýnendum og áhorfendum sem hafa séð hana. Það eru þau Joel Murray og Tara Lynne Barr sem láta byssukúlurnar fljúga í þessari mynd, en myndin hefur ekki öðlast útgáfudag hérlendis.

Er það bara ég eða hljómar þessi hugmynd eins og algjört brill?