Eldfjallið Vesuvius spýr eldi og brennisteini í glænýrri kitlu fyrir myndina Pompeii, sem fjallar, eins og nafnið ber með sér, um ítölsku borgina Pompeii sem varð eldfjallinu að bráð með manni og mús árið 79 eftir Krist.
Það er hinn vöðvastælti Game of Thrones leikari Kit Harrington sem leikur aðalhlutverkið í myndinni, en eins og gefur að skilja er eldfjallið sjálft einnig í stóru hlutverki.
Myndin fjallar um þræl sem reynir að bjarga konunni sem hann elskar og besta vini sínum, úr hamförunum.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan.
Í myndinni leika einnig þau Emily Browning og 24 stjarnan Kiefer Sutherland. Leikstjóri er hinn breski Paul W. S. Anderson, sem gerði Resident Evil.
Myndin kemur í bíó í febrúar á næsta ári.


