Plakat fyrir gaman-drama myndina Afinn

Kvikmyndin Afinn byggð á leikriti Bjarna Hauks Þórssonar er komin með plakat. Eins og í leikritinu leikur Siggi Sigurjóns aðahlutverkið. Þetta er gaman-drama mynd sem tekur á gamla fiðringnum sem margir íslenskir karlmenn upplifa þegar þeir horfa fram á að vera komnir á eftirlaunaaldurinn.

Myndin verður frumsýnd 26. september í Sambíóunum. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórsson og með önnur hlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Steinþór H. Steinþórsson og Tinna Sverrisdóttir.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá það stærra.

afinn_bio_final