Plaggat fyrir nýjustu mynd M. Night Shyamalan

Það er komið plaggat fyrir nýjustu mynd M. Night Shyamalan sem mun bera nafnið The Happening. Lítið er búið að gefa upp um hvað myndin á að fjalla um, en það litla sem við vitum er að hún fjallar um par sem leggur á flótta vegna yfirvofandi heimsendis! Þeir sem hafa gaman af M. Night Shyamalan munu eflaust hafa gaman af þessari mynd, þó svo að síðasta mynd hans, Lady in the Water, hafi ekki náð að standa undir væntingum flestra, þó svo að undirritaður hafi haft gaman af henni!

Mark Wahlberg og Zoey Deschanel eru í aðalhlutverkum í nýju myndinni, sem verður frumsýnd 13.júní 2008 í Bandaríkjunum og verður án efa ein af stærri sumarmyndum næsta árs.

Myndbrot úr kvikmyndinni er væntanlegt og að sjálfsögðu munum við setja það strax inn á kvikmyndir.is!