Breski leikarinn Simon Pegg, sem meðal annars leikur ásamt Tom Cruise í Mission Impossible: Ghost Protocol og Shaun of the Dead, svo einhverjar myndir séu nefndar er enn að venjast frægðinni.
Í samtali við breska blaðið The Independent segist hann enn verða opinmynntur og fá stjörnur í augun, á tökustöðum þegar hann sér kvikmyndastjörnur. „Ég verð ennþá opinmynntur og vandræðalegur við það að sjá stórstjörnur sem ég er að vinna með á tökustað. Ég var með á 100 ára afmælismynd Paramount kvikmyndafyrirtækisins, og það var ótrulegur dagur; fólk allt frá Mickey Rooney til Justin Bieber og allir þar á milli voru þarna – Jack Nicholson, Robert De Niro, Martin Scorsese, Steven Spielberg – og ég sat þarna með þeim í myndatöku. Ég hugsaði: „Ég er frá Gloucester, og hvað ætli þetta þýði?“ Sannleikurinn er sá að þetta þýðir ekkert, en þetta var rosalega spennandi.“