Paul Walker í SWAT

Paul Walker, sem er gríðarlega heitur eftir velgengni sína í The Fast and the Furious, er nú að íhuga að leika í kvikmynd gerðri eftir gömlu sjónvarpsþáttunum SWAT. Leikstjóri myndarinnar verður Zack Snyder, en þetta verður hans fyrsta mynd. Það munu margir ferskir, ungir leikarar verða í myndinni og vonast Sony til þess að hún eigi eftir að slá rækilega í gegn sumarið 2002.