Í kjölfar hræðilegs áhorfs á síðustu Óskarsverðlaunahátíð þá eru skipuleggjendur hátíðarinnar orðnir áhyggjufullir yfir því að hún nái ekki í takt við markhóp sinn. Í stað þess að breyta hátíðinni í eitthvað American Idol batterí þar sem áhorfendur kjósa þá eru þeir með aðrar hugmyndir í huga.
Hugmyndir eru uppi um það að að stytta hátíðina í tvo tíma o.fl. í þeim dúr. Þrátt fyrir allar breytingar sem eru í loftinu þá hafa gagnrýnendur hennar grátbeðið um að halda fast í hefðirnar þrátt fyrir að hátíðin sé farin að verða svolítið gamaldags.
Áhorf á hátíðina var 32 milljónir manna en meðaláhorf á t.d. American Idol er 29 milljónir manna. Síðustu 5 ár hefur Óskarsverðlaunahátíðin aðeins náð til 40% af markhópsins Óskarsverðlaunahátíðin fékk mesta áhorf sitt til þessa þegar Titanic var í bíó og fékk 11 óskarsverðlaun, en þá horfðu 55 milljón manna á hátíðina í sjónvarpi.
Tónlistin er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt, en tónlistarverðlaunin á hátíðinni hafa valdið vonbrigðum síðustu ár. Það eru nokkrar fáránlegar reglur til staðar sem akademían ætla að reyna að breyta, m.a. að þeir mega ekki hlusta á geisladisk með tónlist úr ákveðinni mynd, þeir verða að horfa á myndina og hlusta á tónlistina með því. Einnig á að reyna að minnka magn laga sem geta fengið verðlaun á hverri hátíð úr 3 í 1, Dreamgirls fengu 3 lög 2006 og Enchanted fékk 3 nú 2007.
Það er ljóst að miklar breytingar eru yfirvofandi hjá akademíunni, við gætum verið að horfa á allt öðruvísi hátíð næsta ár.

