Ríkisútvarpið er sífellt að nútímavæða sig og það nýjasta er Örvarpið, sem er örmyndahátíð á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.
Örmynd er mjög stutt kvikmynd. Örmynd segir sögu, lýsir atburði eða aðstæðum og/eða skapar myndræna upplifun. Hátíðin er ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist – reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Til að taka þátt í hátíðinni skal senda inn mynd og fylla út umsókn hér: http://www.ruv.is/
Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á vefnum. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á örmyndahátíðinni Örvarpið í Bíó Paradís, sem haldin verður eftir áramót. Bestu verkunum verða einnig gerð skil í sjónvarpi.
Myndin má ekki vera lengri en 5 mínútur. Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á vef Örvarpsins. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á örmyndahátíð Örvarpsins í Bíó Paradís, sem haldin verður snemma árs 2014. Bestu verkunum verða einnig gerð skil í sjónvarpi. Fyrsta birting á vef Örvarpsins verður fimmtudaginn 19. september, og verða 12 vikulegar birtingar eftir það fram að áramótum.