Önnur ljósmynd úr Indiana Jones and The Kingdom of Crystal Skulls birtist í tímaritum og á netinu um daginn og það virðist vera að það munu vera nóg af ævintýrum í myndinni. Ljósmyndin sýnir Cate Blanchett miða sverðinu sínu við hálsinn á Indy og fyrir aftan Indy eru tveir kommúnistaverðir sem líta þó mjög nasistalega út.
Ætli þetta sé ekki bara lúmsk auglýsingabrella? Ef svo, þá sýnist mér hún virka…

