Spennutryllirinn Olympus has Fallen er vinsælasta DVD/Blu-ray myndin á Íslandi aðra vikuna í röð. Myndin segir frá því þegar fótur og fit verður uppi í bandarískri stjórnsýslu þegar hryðjuverkamenn sem búa yfir öflugum vopnum og enn meiri kunnáttu ráðast á Hvíta húsið, fella flesta öryggisverði og ná forseta Bandaríkjanna á sitt vald. Fyrir glæpamönnunum fer hinn snjalli Kang og það verður fljótlega ljóst að árásin á forsetabústaðinn er bara fyrsti liðurinn í áformum hans. En Kang gerði ekki ráð fyrir einu. Hann veit ekki að einn af öryggisvörðunum, Mike Banning, er enn á lífi í húsinu og hefur ekki hugsað sér að gefast upp fyrr en í fulla hnefana ..
Í öðru sæti listans er Ryan Gosling í myndinni Place Beyond the Pines, en myndin fer upp um eitt sæti á milli vikna. Í þriðja sæti er Ísmaðurinn, eða The Iceman, niður um eitt sæti frá því í síðustu viku. Í fjórða sæti, einnig niður um eitt sæti, er gömul toppmynd listans, Oblivion, og í fimmta sæti er komin glæný mynd, Scary Movie 5.
Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar á vídeó.
Smelltu hér til að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins.
Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu vídeómynda á Íslandi í dag: