Gleymdu Sauron. Sú persóna í Hobbita- og Lord of the Rings-myndunum sem olli líkast til mestu manntjóni var lítill, ljóshærður álfur sem heitir Legolas.
Álfurinn, sem Orlando Bloom lék, var önnum kafinn við að að drepa vondu karlana í myndunum og núna hefur verið gert myndband þar sem merkt er við hvert einasta dráp, að því er Metro greinir frá.
Það er fyrirtækið Auralnauts Arcade Entertainment sem bjó til myndbandið Legolas Kill Count þar sem myndefni með Legolas úr öllum sex myndum Peter Jackson er klippt saman, eins og um tölvuleik sé að ræða.
Myndbandið er níu mínútna langt, þannig að ef þú nennir ekki að horfa á það til enda, þá er þetta sá fjöldi illmenna sem álfurinn drap: 177.