Stórleikarinn Gary Oldman hefur tekið að sér hlutverk í hryllingsmynd sem mun bera frumlega nafnið Born. Myndin er skrifuð og mun verða leikstýrð af David S. Goyer. Í myndinni mun enn ein Cloverfield stjarnan fá hlutverk, að þessu sinni er það Odette Yustman.
Plottið er rosalega spes, 18 ára strákur er eltur af Dybbuk, sál dauðrar manneskju sem er í þessu tilviki í mynd ungs stráks sem dó í Auschwitz! Sæll!

