Ofurmennið endurfætt

Eins og allir hafa séð undanfarin ár koma sífellt flæðandi fleiri kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum. Nú ætlar Warner Bros. að taka þátt í þessum fjöldagróða með því að endurlífga gamla góða Ofurmennið. Það er sjálfsagt alveg tímabært þar sem gömlu Christopher Reeve ræmurnar eru einungis að finna á hillum flestra vídeóleiga, og ég tala nú ekki um með nútímatækninni sem er komin í svo mikla tísku. Engir leikarar eru 100% ákveðnir, en WB eru kominir með nöfn sem þeir vilja fá. Efstur á blaði hangir m.a. Ashton Kutcher, sem þeir vilja fá í titilhlutverkið. Síðan eru viðræður um að fá Elishu Cuthbert (úr þáttunum 24 og hinni væntanlegu The Girl Next Door) í hlutverk Lois Lane og írann góðkunnuga Colin Farrell sem Lex Luthor.

Ekki veit ég hvort þetta séu endanlegar ákvarðanir, en persónulega finnst mér mætti að vanda valið betur. Ashton Kutcher er kominn með það opinberlega orðspor að vera einhver mest óþolandi stjarnan í dag (sjá Punk’d) og ég er heldur ekki einn á þeirri skoðun að hinir tveir passa ekki. Joseph Nicol (öðru nafni “McG“ sem gerði Charlie’s Angels myndirnar) hefur tekið þetta verkefni að sér eftir að Brett Ratner (Rush Hour, Red Dragon) yfirgaf það (einnig var það orðað að hann vildi fá Nicolas Cage sem hetjan sjálf og Anthony Hopkins í hlutverki föður hans). Áætlað að myndin komi út kringum sumarið 2006. En mín spurning er samt sú: Hvers vegna er ekkert minnst á Tom Welling úr Smallville þáttunum?? Sá maður er bara fæddur Superman.