Ofurhetja beint á toppinn

Skemmtilega ofurhetjan Shazam í kvikmyndinni Shazam! Fury of the Gods gerði sér lítið fyrir og ruddi toppmynd síðustu viku, hrollvekjunni Scream 6, niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu viku á lista. Shazam! Fury of the Gods situr því á toppi listans með tæplega fjórar milljónir króna í tekjur eftir sýningar síðustu helgar.

Hetjur í skikkjum.

Þriðja sætið er svo skipað íslensku kvikmyndinni Á ferð með mömmu, en hún hækkar um tvö sæti á milli vikna. Heildartekjur myndarinnar frá frumsýningu eru tólf milljónir króna.

Hinar tvær nýju myndirnar, 65 og Úpbbs! Ævintýrið heldur áfram náðu fjórða og sjötta sæti listans.

Tekjuhæst með 111,5 mkr.

Lang tekjuhæsta kvikmyndin á listanum er íslenska myndin Villibráð. Hún situr í ellefta sætinu með 111,5 milljónir króna í heildartekjur.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: