Nýtt plakat fyrir Babylon A.D.

Það er komið plakat fyrir stórslysamyndina Babylon A.D. sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum 29.ágúst, og vonandi á Íslandi sem fyrst. Myndin skartar Vin Diesel í aðalhlutverki og fjallar um mann sem flytur konu frá Rússlandi til Kína, en konan er hýsill lífveru sem óprúttnir aðilar vilja nálgast því þeir halda að hann sé hinn nýi Messías.

Plakatið er á rússnesku og má sjá hér fyrir neðan (smellið á það fyrir geggjaða upplausn)