Nýtt í bíó – Call Me By Your Name

Kvikmyndin Call Me By Your Name verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 26. janúar í Háskólabíói og Bíó Paradís.

Árið er 1983 í Norður-Ítalíu. Hinn sautján ára gamli Elio byrjar í sambandi með aðstoðarmanni föður síns, en þeir mynda náin kynferðisleg tengsl í stórbrotnu ítölsku landslagi, auk þess að vera báðir gyðingar.

Árið er 1983 á Norður-Ítalíu. Hinn sautján ára gamli Elio Perlman eyðir árlega sumrinu með fjölskyldunni sinni í glæsilegri villu í Lombarday en þykir honum tilveran vera í tómlegri kantinum. Lífið breytist hins vegar allt þegar hann kynnist Oliver, bráðgáfuðum aðstoðarmanni föður síns sem kemur til með að búa með fjölskyldunni það sem eftir er sumars.

Við fyrstu fer þessi nýi gestur í taugarnar á Elio en fljótlega áttar hann sig þeim flóknu tilfinningum sem hann ber til hans. Tilfinningin reynist vera gagnkvæm og smám saman mynda drengirnir náin tengsl og verður þá ljóst að þetta einsleita sumar eigi eftir að verða Elio ógleymanlegt, hvernig sem fer.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Call Me by Your Name hefur hlotið fimm stjörnu dóma hjá flestum gagnrýnendunum á Metacritic og er þar með 9,5 í meðaleinkunn sem er auðvitað einstakur árangur. Þeir Armie Hammer og Timothée Chalamet eru báðir tilnefndir til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni og hún sjálf sem besta mynd ársins. Líklegt þykir að myndin hljóti sömu tilnefningar til Óskarsverðlauna og jafnvel fyrir leikstjórn Luca Guadagnino og handrit James Ivory.

Aðstandendur

Leikstjórn: Luca Guadagnino

Leikarar: Michael Stuhlbarg, Timothée Chalamet, Armie Hammer

Sjáðu plakat hér fyrir neðan og stiklu þar fyrir neðan: