Nýtt í bíó – Barnaníð innan kirkjunnar afhjúpað

Hin sannsögulega bíómynd Spotlight verður frumsýnd á morgun föstudag,  í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.

Myndin er tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna!

spotlight2

Myndin segir frá „Spotlight“ teymi Boston Globe, elsta dagblaði Bandaríkjanna og byggir á sögu raunverulega Spotlight teymisins, sem færði dagblaðinu Pulitzer verðlaunin fyrir störf unnin í almannaþágu.

Í myndinni leika m.a. Mark Ruffalo, Michael Keaton, Rachel McAdams, John Slattery, Stanley Tucci, Brian d’Arcy James, Liev Schreiber og Billy Crudup.

Leikstjóri er Thomas McCarthy og handrit skrifa McCarthy og Josh Singer.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

+

spotlightMyndin var tilnefnd til þrennra Golden Globe-verðlauna, fyrir handritið, leikstjórnina og sem besta mynd ársins og er nú tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, fyrir bestu klippingu, besta handrit, bestu leikstjórn, besta leik í aukahlutverkum karla og kvenna og sem besta mynd ársins.

Við gerð myndarinnar var lögð gríðarleg áhersla á að endurskapa bæði útlitið og andrúmsloftið á skrifstofum blaðamannanna á Boston Globe á þeim tíma sem málið kom upp, m.a. með ráðgjöf frá þeim sem skipuðu Spotlight-teymið og leikarar myndarinnar leika, enda sýnir myndin af mikilli nákvæmni hvernig atburðarásin var og hvar hún gerðist.