Jennifer Aniston mun framleiða og leika aðalhlutverkið í ónefndri kvikmyd, sem skrifuð er af handritshöfundinum Katherine Fugate. Myndin er gerð fyrir New Line Cinema, og fjallar um konu þingmanns, sem lendir í því að 10 ára gamall sonur hennar sem hún hafði látið frá sér til ættleiðingar, kemur og bankar uppá hjá henni. Myndinni er lýst sem kolsvartri gamanmynd, og mun Aniston sjálf framleiða myndina í gegnum framleiðslufyrirtækið sem hún og eiginmaður hennar, Brad Pitt, eiga saman.

