Nýr íslenskur sálfræðitryllir – söguþráður og plakat

Nýtt kitl-plakat ( teaser poster ) er komið fyrir íslensku spennumyndina Grafir & Bein sem væntanleg er í mars nk. Einnig hefur söguþráður myndarinnar verið gerður opinber.

Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Anton Sigurðsson og með aðalhlutverk fara þau Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir & Gísli Örn Garðarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Sveinn Geirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Lára Sveinsdóttir & Elva María Birgisdóttir.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan – smelltu til að sjá það stærra:

G&BTeaserPOSTER

Framleiðandi myndarinnar lýsir myndinni sem Drama og sálfræðitrylli, en hann er Erlingur Jack Guðmundsson og framleiðslufyrirtæki er Ogfilms.

Meðframleiðendur eru Mystery og Pegasus.

Söguþráðurinn er eftirfarandi: Myndin fjallar um hjónin Gunnar og Sonju sem erfa hús út á landi. Þegar þau koma á staðinn fer óhugnaleg atburðarás af stað sem lætur þau takast á við drauga fortíðarinnar.