Nýjungar á Kvikmyndir.is!

Undanfarnar vikur hefur nokkrar nýjungar litið dagsins ljós á kvikmyndir.is.

Íslenskur bíómyndagagnagrunnur
Lögð hefur verið mikil áhersla á að gera íslensku efni hátt undir höfði og er nú aðgengilegur sérstakur gagnagrunnur fyrir Íslenskar bíómyndir á síðunni. Heildstætt yfirlit yfir myndirnar má nálgast í vinstri valröndinni undir Bíómyndir. Mikið er lagt upp úr að allar fáanlegar upplýsingar um íslenskar bíómyndir verði aðgengilegar og áræðanlegar.

Firefox plugin

Bætt hefur verið við möguleikanum að setja Kvikmyndir.is leitarvélina í valröndina á Firefox vafranum þínum. Ef þú ert með Firefox þá þarft þú aðeins að fara á þessa síðu og smella á Kvikmyndir.is.

RSS fréttir
Einnig hefur verið bætt við RSS fyrir fréttir, en með því geta notendur fengið nýjustu fréttir beint í æð. Flestir vafrar styðja RSS og auðvelda notendum að fylgjast með nýjustu fréttum.

IMDb og Rottentomatoes á kvikmyndir.is
Í lokin er vert að minnast á að á kvikmyndir.is er nú hægt að fara beint inn á viðkomandi myndir á IMDb og Rottentomatos frá kvikmyndasíðunum. Við vonum að þeir muni gera heimsóknir ykkar hingað enn ánægulegri.

Það eru fleiri nýjungar á leiðinni og ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja, sendu þá mail á kvikmyndir@kvikmyndir.is