Marvel hetjan Shang-Chi í kvikmyndinni Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sló í gegn í kvikmyndahúsum hér á landi um helgina, en einnig í Bandaríkjunum, en hún trónir á toppi aðsóknarlista í báðum löndunum eftir sýningar helgarinnar.
Sá sem leikur Shang-Chi, hinn kanadíski Simu Liu, er fyrsti asísk – ættaði leikarinn í aðalhlutverki í ofurhetjumynd frá Marvel, en myndin er sú 25. úr Marvel kvikmyndaheiminum.
Myndin hefur til að bera hasar, grín, kung-fu og fullt af spennu svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er mynd sem þú vilt ekki missa af!
Í frétt CBS Radio segir að Simu Liu hafi fengið símtal úr númeri sem hann kannaðist ekki við, en kom frá Burbank í Kaliforníu fyrir tveimur árum síðan. Símtalið hafi nánast valdið honum hjartastoppi. Hinum megin á línunni var Marvel forstjórinn Kevin Feige sem sagði við hann: „Simu, líf þitt er um það bil að fara að umturnast.“
Það má segja að Feige hafi ekki verið að ýkja því aðalhlutverk í Marvel ofurhetjumynd er nær örugg leið að heimsfrægð, en áður hafði Liu leikið í gamanþáttunum Kim´s Convenience á CBS sjónvarpsstöðinni.