Ný toppmynd á íslenska listanum!

Langvinsælasta mynd helgarinnar í íslenskum bíóhúsum var The Maze Runner: The Scorch Trials, en tekjur af sýningum hennar þessa fyrstu viku á lista námu rúmum 5 milljónum króna. Í öðru sæti situr toppmynd síðustu viku, hip-hop myndin ævisögulega Straight Outta Compton og gamanmyndin Vacation hreyfir sig ekki úr stað á milli vikna og er áfram í þriðja sæti listans.

maze

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Nýja Keanu Reeves myndin, spennutryllirinn Knock Knock fer beint í sjöunda sætið,  ævisögulega Beach Boys myndin Love & Mercy fer beint í elleft sætið, plötusnúðamyndin We Are Your Friends fer beint í 15. sætið og síðast en ekki síst er það Horizon, heimildamyndin um listmálarann Georg Guðna, sem fer beint í 20. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice